Ólafshagi

Hestar til söluRæktunGreinarUm okkurMyndasafnlanguage

Ólafshagi hrossarækt

about
stallions

Stóðhestar

Við höfum ræktað tvo stóðhesta sem hlotað hafa fyrstu verðlaun, Biskup og Bikar frá Ólafshaga. Biskup er jarpvindótt glófextur, sá eini í heiminum með þennan fágæta lit. Hann er tvöfaldur Landsmóts sigurvegari og Íslandsmeistari í tölti. Biskup hefur frábært geðslag og einstaklega rúmur á tölti. Við eigum nokkur afkvæmi undan honum en þessi vindóttu seljast alltaf strax.

Bikar er sport hestur með alla gíra í lagi, hann er kolbika svartur með mikið fax. Bikar er einstaklega geðgóður og góður í umgengni. Hann hefur gefið okkur stór og mikil hross eins og hann Vírus frá Ólafshaga, 4 vetra grár hestur sem er 150 cm á herðar.

Þegar við notum aðra hesta en okkar eigin horfum einungis til fyrstu verðlauna hesta. Leitum að hestum sem eru háir á herðar með rými og gott geðslag

breeding

Ræktun

Við hófum okkar ræktun árið 2006, eitthvað sem við duttum inn í eins og svo margir sem sogast inn í hestamennskuna. Margreyndir hrossaræktendur í kringum okkur sögðu að hrossarækt væri tóm vonbrigði en að sjálfsögðu létum við þessi orð vind um eyru þjóta og í dag fáum við í kringum fimm folöld á ári. Vonin um að næsta súper stjarna er fædd og vangaveltur um hvaða hesta eigi að nota eru skemmtilegir samkvæmisleikir. Það er alltaf gaman að fylgjast með ungviðinu, spá um framtíðina og máta saman blóðlínur.

Stóðhestar

Við notum einungis stóðhesta sem hafa verið sýndir og eru með fyrstu verðlaun og veljum við þá af kostgæfni,

Hryssur

Hryssurnar sem að við notum koma þvi úr mismunandi ættlínum en þær eru valdar með tilliti til þeirra eiginleika sem við sækjumst eftir

Ræktun

Við höfum frá upphafi verið með skýrt ræktunarmarkmið sem er að rækta falleg, geðgóð hross með góðar gangtegundir

Image 1

Hestar og menn í leik og starfi

Það er alltaf líf og fjör á Ólafshaga. Hér fyrir neðan finnur þú myndir af bæði hestum og mönnum í leik og starfi.

Ólafshagi

Samfélagsmiðlar

FacebookInstagram

Hafa samband

Ólafur: +354 862-8808

Benedikt: +354 650-8996

olafshagi@gmail.com

Höfundaréttur © 2023 Ólafshagi. Allur réttur áskilinn.

Forritun og hönnun

eliasnokkvi@gmail.com